Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2022 12:31 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín. Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín.
Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52
Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20