Verulega hlýtt loft á leiðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 07:41 Búast má við leysingu. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum. Veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 14 í dag og nær til klukkan þrjú í nótt á Norðurlandi eystra en til klukkan níu á morgun á Austurlandi að Glettingi. „Sunnan 15-23 og hvassir vindstrengir við fjöll. Snögg hlýnar og mikil leysing. Sýnið aðgát,“ segir á viðvörunarsíðu Veðurstofunnar um viðvörunina. Veðurviðvaranir í gildi.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nánara ljósi varpað á hvað veldur því að hlýna mun snögglega í dag. „Langt suður í hafi hreyfist lægð að landinu, en hlýskil frá lægðinni teygir sig norður yfir landið og þokast til vesturs. Skilunum fylgir víða slydda eða snjókoma framan af morgni, en síðar rigning. Í kjölfarið kemur verulega hlýtt loft yfir landið og snýst jafnframt í hvassa sunnanátt eða storm, sem veldur talsverðri eða mikilli leysingu.“ Þar kemur einnig fram að í kvöld og nótt muni dæmið snúast við, skilin hopa til austurs og verða að kuldaskilum. „Kólnar þá á landinu og úrkoman breytist aftur í slyddu eða snjókomu. Á morgun verða skilin komin austur af landinu og vindátt að vestan með éljum, en úrkomuminna eystra. Annað kvöld lægir síðan, léttir til og frystir víða. Eins og alltaf þegar hlýskil fara yfir landið að vetri þarf að vera á verðbergi gagnvart lúmskri hálku, sem myndast þá jafnan á vegum og gangstéttum.“ Veðurhorfur á landinu Norðaustan 3-10 m/s og sjókoma eða slydda S- og A-til í fyrstu, síðar rigning, fer þá að snjóa NV-til. Snýst í sunnan 15-23 m/s á A-verðu landinu eftir hádegi, en norðan og norðaustan 5-13 V-til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast NA-lands. Rigning S-lands, snjókoma eða slydda um landið NV-vert, en annars úrkomulítið. Vestlægari og slydda eða snjókoma SV-lands seint í kvöld og kólnar aftur. Vestan 10-18 m/s og él á morgun, hvassast við NA-ströndina, en úrkomuítið eystra. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Lægir og léttir til um kvöldið og frystir. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning austast í fyrstu með hita 3 til 8 stig, en síðan vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum og hita 0 til 5 stig. Lægir, styttir upp og kólnar um land allt um kvöldið. Á mánudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu víða um land, en norðaustlægari og él NV-til. Hlýnar í veðri. Á þriðjudag: Sunnankaldi og rigning, en norðaustanhvassviðri og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti nærri frostmark. Á fimmtudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða éljum N-til, en úrkomulítið syðra. Fremur svalt í veðri. Á föstudag: Líklega suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt á N- og A-landi. Heldur hlýnandi veður. Veður Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 14 í dag og nær til klukkan þrjú í nótt á Norðurlandi eystra en til klukkan níu á morgun á Austurlandi að Glettingi. „Sunnan 15-23 og hvassir vindstrengir við fjöll. Snögg hlýnar og mikil leysing. Sýnið aðgát,“ segir á viðvörunarsíðu Veðurstofunnar um viðvörunina. Veðurviðvaranir í gildi.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nánara ljósi varpað á hvað veldur því að hlýna mun snögglega í dag. „Langt suður í hafi hreyfist lægð að landinu, en hlýskil frá lægðinni teygir sig norður yfir landið og þokast til vesturs. Skilunum fylgir víða slydda eða snjókoma framan af morgni, en síðar rigning. Í kjölfarið kemur verulega hlýtt loft yfir landið og snýst jafnframt í hvassa sunnanátt eða storm, sem veldur talsverðri eða mikilli leysingu.“ Þar kemur einnig fram að í kvöld og nótt muni dæmið snúast við, skilin hopa til austurs og verða að kuldaskilum. „Kólnar þá á landinu og úrkoman breytist aftur í slyddu eða snjókomu. Á morgun verða skilin komin austur af landinu og vindátt að vestan með éljum, en úrkomuminna eystra. Annað kvöld lægir síðan, léttir til og frystir víða. Eins og alltaf þegar hlýskil fara yfir landið að vetri þarf að vera á verðbergi gagnvart lúmskri hálku, sem myndast þá jafnan á vegum og gangstéttum.“ Veðurhorfur á landinu Norðaustan 3-10 m/s og sjókoma eða slydda S- og A-til í fyrstu, síðar rigning, fer þá að snjóa NV-til. Snýst í sunnan 15-23 m/s á A-verðu landinu eftir hádegi, en norðan og norðaustan 5-13 V-til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast NA-lands. Rigning S-lands, snjókoma eða slydda um landið NV-vert, en annars úrkomulítið. Vestlægari og slydda eða snjókoma SV-lands seint í kvöld og kólnar aftur. Vestan 10-18 m/s og él á morgun, hvassast við NA-ströndina, en úrkomuítið eystra. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Lægir og léttir til um kvöldið og frystir. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning austast í fyrstu með hita 3 til 8 stig, en síðan vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum og hita 0 til 5 stig. Lægir, styttir upp og kólnar um land allt um kvöldið. Á mánudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu víða um land, en norðaustlægari og él NV-til. Hlýnar í veðri. Á þriðjudag: Sunnankaldi og rigning, en norðaustanhvassviðri og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti nærri frostmark. Á fimmtudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða éljum N-til, en úrkomulítið syðra. Fremur svalt í veðri. Á föstudag: Líklega suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt á N- og A-landi. Heldur hlýnandi veður.
Veður Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent