Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:52 Fjöldi fólks, að meirihluta til konur og börn, hafa flúð Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst í síðasta mánuði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira