Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:52 Fjöldi fólks, að meirihluta til konur og börn, hafa flúð Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst í síðasta mánuði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira