Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 13:41 Andrei Kozyrev þáverandi utanríkisráðherra Rússlands sést hér í föruneyti Borisar Yeltsin þáverandi forseta Rússlands. Getty/Jacques Langevin Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34