Sættir tekist í máli nakta mannsins í Nova-auglýsingunni Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2022 08:49 Sér til mikillar skelfingar birtist maðurinn allsber í auglýsingunni þó hans skilningur hafi verið sá að hann myndi ekki koma þar nakinn fram. Þetta hefur valdið honum verulegri vanlíðan og fór svo að hann stefndi þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Málið hefur nú verið fellt niður. skjáskot Mál mannsins sem birtist nakinn í Nova-auglýsingu gegn hans vilja hefur verið fellt niður en sættir hafa tekist milli málsaðila. Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“ Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira