Segir fréttir um gang friðarviðræðna áhugaverðar og vekja bjartsýni Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 23:01 Albert var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Halldórsson Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi þar stríðsátökin í Úkraínu. Hann ræddi meðal annars yfirstandandi friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna. Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52
Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50