Erlent

Zaghari-Ratcliffe á leið heim eftir að hafa verið haldið í Íran í sex ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe gekk svo langt í örvæntingu sinni að fara í hungurverkfall.
Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe gekk svo langt í örvæntingu sinni að fara í hungurverkfall. epa/Andy Rain

Nazanin Zaghari-Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem hefur verið haldið fanginni í Íran í nærri sex ár, er á leið heim. Þingmaður Zaghari-Ratcliffe greindi frá þessu á Twitter í morgun og sagði hana á flugvellinum í Tehran.

Zaghari-Ratcliffe var handtekinn árið 2016 fyrir að skipuleggja valdarán. Hún hefur ávallt neitað sök. Henni var fyrst haldið í fangelsi en síðan sleppt og skipað að halda sig heima fyrir. Hún fékk hins vegar vegabréfið sitt aftur í vikunni.

Mikið hefur verið fjallað um mál Zaghari-Ratcliffe í breskum fjölmiðlum og um tilraunir breskra ráðamanna til að fá hana heim. Þeir hafa hins vegar verið sakaðir um að hafa forgangsraða öðrum hagsmunum fram yfir hennar.

Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe, Richard, býr með sex ára dóttur þeirra í Hampstead í Lundúnum og hefur barist ötullega fyrir því að fá konuna sína heim. Gekk hann svo langt í fyrr að fara í hungurverkfall til að ýta við ráðamönnum.

Richard hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en BBC hefur eftir systur Zaghari-Ratcliffe, Rebeccu, að þetta sé tilfinningaþrunginn dagur. „Okkur líður eins og þetta sé í höfn en við munum ekki trúa því fyrr en flugvélin er komin í loftið,“ sagði hún.

Öðrum breskum-írönskum ríkisborgara var sleppt á sama tíma; Anoosheh Ashoori en hann var handtekinn árið 2017 og sakaður um njósnir.

Umfjöllun BBC. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×