Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. mars 2022 21:02 Aðstæður voru erfiðar í gær þegar en björgunarsveitarfólk fann manninn eftir sjö tíma leit. Landsbjörg Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær til að leita að ferðamanni á Mælifellssandi. „Þetta var ágætlega umfangsmikið sem skapast fyrst og fremst vegna þess að aðstæður á hálendinu eru svona erfiðar núna. Það er byrjað að blotna ansi mikið í. Þannig að við fáum mikið af krapa og bara hreinlega ógeði. Þannig að við þurftum að sækja, þrátt fyrir að við vissum svona sirka hvar viðkomandi var, þá þurftum við að sækja að viðkomandi úr að minnsta kosti þremur áttum. Þannig að við vorum að reyna að komast upp frá Emstrum, yfir Mýrdalsjökul og upp Skaftárdal vegna þess að við vissum hreinlega ekki bara hvað væri besta leiðin. Við vorum komin með nokkra tugi vélsleða, við vorum komin með þrjá snjóbíla og töluvert af mannskap.“ Þetta er í annað sinn á um viku sem björgunarsveitir eru kallaðar út til að leita að erlendum ferðamönnum í vanda. Fyrir viku þurfti að aðstoða ferðamenn á Vatnajökli. „Aðstæður hafa verið leiðinlegar í vetur. Það er búið að vera mjög umhleypingasamt og mikið af lægðum og við vitum það öllsömul hérna sem búum og þetta hefur auðvitað komið ferðamönnum á óvart. Það kemur alltaf erlendum ferðamönnum á óvart þessar umhleypingar bara innan dagsins og nokkurra daga. Við erum kannski með rigningu að morgni. Svo bara frystir seinni partinn og allt það sem er blautt er þar af leiðandi frosið og fólk á oft erfitt með að mæta þessum aðstæðum.“ Björgunarsveitarfólk hefur í tvígang þurft að bjarga erlendum ferðamönnum í vanda á aðeins rúmri viku.Landsbjörg Hann segir fjölda fólks koma að útköllum sem þessum og að vinnustundirnar séu taldar í þúsundum. Veturinn hefur reynst björgunarsveitunum óvenju annasamur en færð og veður hafa haft sitt að segja. „Það er langt síðan að við höfum upplifað svona jafn annasama tíð og verið hefur undanfarið en við ráðum alveg við þetta og erum með margar björgunarsveitir og marga sjálfboðaliða en þetta hefur verið ansi kröftugur tími núna frá áramótum.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. 15. mars 2022 00:03 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 8. mars 2022 17:38 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær til að leita að ferðamanni á Mælifellssandi. „Þetta var ágætlega umfangsmikið sem skapast fyrst og fremst vegna þess að aðstæður á hálendinu eru svona erfiðar núna. Það er byrjað að blotna ansi mikið í. Þannig að við fáum mikið af krapa og bara hreinlega ógeði. Þannig að við þurftum að sækja, þrátt fyrir að við vissum svona sirka hvar viðkomandi var, þá þurftum við að sækja að viðkomandi úr að minnsta kosti þremur áttum. Þannig að við vorum að reyna að komast upp frá Emstrum, yfir Mýrdalsjökul og upp Skaftárdal vegna þess að við vissum hreinlega ekki bara hvað væri besta leiðin. Við vorum komin með nokkra tugi vélsleða, við vorum komin með þrjá snjóbíla og töluvert af mannskap.“ Þetta er í annað sinn á um viku sem björgunarsveitir eru kallaðar út til að leita að erlendum ferðamönnum í vanda. Fyrir viku þurfti að aðstoða ferðamenn á Vatnajökli. „Aðstæður hafa verið leiðinlegar í vetur. Það er búið að vera mjög umhleypingasamt og mikið af lægðum og við vitum það öllsömul hérna sem búum og þetta hefur auðvitað komið ferðamönnum á óvart. Það kemur alltaf erlendum ferðamönnum á óvart þessar umhleypingar bara innan dagsins og nokkurra daga. Við erum kannski með rigningu að morgni. Svo bara frystir seinni partinn og allt það sem er blautt er þar af leiðandi frosið og fólk á oft erfitt með að mæta þessum aðstæðum.“ Björgunarsveitarfólk hefur í tvígang þurft að bjarga erlendum ferðamönnum í vanda á aðeins rúmri viku.Landsbjörg Hann segir fjölda fólks koma að útköllum sem þessum og að vinnustundirnar séu taldar í þúsundum. Veturinn hefur reynst björgunarsveitunum óvenju annasamur en færð og veður hafa haft sitt að segja. „Það er langt síðan að við höfum upplifað svona jafn annasama tíð og verið hefur undanfarið en við ráðum alveg við þetta og erum með margar björgunarsveitir og marga sjálfboðaliða en þetta hefur verið ansi kröftugur tími núna frá áramótum.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. 15. mars 2022 00:03 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 8. mars 2022 17:38 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. 15. mars 2022 00:03
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45
Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 8. mars 2022 17:38
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent