Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2022 13:04 Snjóbíll Björgunarfélags Árborgar er á leið á vettvang. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17