Innlent

Átta vilja stýra úr­skurðar­nefnd um­hverfis- og auð­linda­mála

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ásbyrgi. Myndin er úr safni.
Frá Ásbyrgi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Átta umsækjendur sóttu um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði. 

Það er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem skipar í stöðuna. Valnefnd skipuð af Guðlaugi Þór Þórðarsyni ráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Þau sem sóttu um stöðuna eru:

  • Maren Albertsdóttir, skrifstofustjóri umboðsmanns Alþingis
  • Ómar Stefánsson, settur formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
  • Karl Gauti Hjaltason, fyrrv. þingmaður
  • Unnþór Jónsson, settur varaformaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
  • Herdís Hallmarsdóttir, lögfræðingur
  • Elín Ósk Helgadóttir, lögfræðingur og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík
  • Þórir Örn Árnason, lögmaður
  • Arnór Snæbjörnsson, yfirlögfræðingur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×