Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 08:14 Árásarmannsins er leitað en hann klæddist svörtu frá toppi til táar. Lögregla í NYC Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira