Erlent

Íranir grunaðir um loft­á­rás á ræðis­manns­skrif­stofu í Erbil

Árni Sæberg skrifar
Sprengjuárás var einnig gerð á ræðismannskrifstofu Bandaríkjanna árið 2015, þegar þessi mynd var tekin.
Sprengjuárás var einnig gerð á ræðismannskrifstofu Bandaríkjanna árið 2015, þegar þessi mynd var tekin. Emrah Yorulmaz/Getty

Um tug flugskeyta var skotið á höfuðborg Kúrda í Írak, Erbil, í gær. Bandarískir embættismenn hafa Írana grunaða um árásina en flugskeytum var meðal annars beint að nýrri ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni.

Enginn lést í árásinni en einn almennur borgari særðist og einhverjar skemmdir urðu, segir innanríkisráðuneyti Kúrda. 

Reuters hefur eftir íröskum embættismanni að sannanir liggi fyrir um að eldflaugarnar hafi verið framleiddar í Íran. Enginn hefur gengist við árásinni en íranskur fréttaritari í Írak segir árásinni hafa verið beint að „leynilegum ísraelskum herstöðvum.“

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest árásina en í tilkynningu þess segir að engan Bandaríkjamann hafi sakað og að byggingar Bandaríkjanna í borginni hafi ekki beðið skemmdir.

Myndband sem sagt er sýna öflugar sprengingarnar í Erbil í nótt er í dreifingu á Twitter.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.