Nova vill styðja manninn sem vildi ekki birtast nakinn á skjám landsmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 14:28 Skjáskot úr auglýsingu Nova, Allir úr en auglýsingin vakti mikla athygli á sínum tíma. Hins vegar varð misskilningur einhvers staðar á leiðinni, einn maður birtist berstrípaður gegn vilja sínum. Hann hefur nú stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingarinnar. skjáskot Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um mann sem hefur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir fyrirtækið en þar birtist hann nakinn gegn vilja sínum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira