Fótbolti

UEFA rannsakar hegðun forráðamanna PSG

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þeir Nasser Al Khelaifi og Leonardo voru vægast sagt ósáttir eftir tap PSG gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Þeir Nasser Al Khelaifi og Leonardo voru vægast sagt ósáttir eftir tap PSG gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vikunni. John Berry/Getty Images

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA rannsakar nú hegðun forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, og íþróttastjóra liðsins, Leonardo, eftir að þeir félagar létu öllum illum látum eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið.

Al-Khelaifi og Leonardo fylgdust með PSG kasta frá sér 2-0 forystu gegn Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Karim Benzema reyndist hetja Madrídinga.

Þeir voru eitthvað ósáttir við Danny Makkelie, dómara leiksins, eftir að lokaflautið gall og svo virtist sem þeir ætluðu að ráðast á hann.

Makkelie ritaði í skýrslu sína að Al-Khelaifi og Leonardo hafi staðið fyrir hurðinni á búningsklefa dómarateymisins og komið í veg fyrir að hann gæti komist þar inn.

UEFA hefur nú hafið rannsókn á málinu og mun skoða „almennar reglur um hegðun“ sem og „ranga hegðun leikmanna og embættismanna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×