Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2022 12:46 María Dröfn Egilsdóttir er ein af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur sem birtist á Vísi á miðvikudögum. Vísir/Vilhelm „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. „Það er því ekkert til neitt sem heitir venjulegt fósturbarn eða fullkomið fósturbarn, eða neitt slíkt. Við förum alltaf í mjög skrítnar aðstæður í upphafi.“ Það eru ótal mörg horn að líta í þegar barn er tekið í fóstur og margt sem erfitt er að tímasetja eða skipuleggja fyrirfram. Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er meðal annars rætt um aðlögunartímann og þá staðreynd að ekki er fæðingarorlof fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í tímabundið fóstur. Foreldrar sem taka að sér barn í varanlegt fóstur geta fengið fæðingarorlof með börn átta ára og yngri. Hefði gengið mun hægar „Ég var svo sjúklega heppin að ég átti sumarfrí og frábæra yfirmenn,“ segir María Dröfn Egilsdóttir um það hvernig hún leysti þetta vandamál. María Dröfn gerðist fósturforeldri þegar hún fékk dreng til sín í fóstur fyrir nokkrum árum og situr hún nú í stjórn Félags fósturforeldra á Íslandi. „Ég fór í frí með honum af því að leikskólinn hans var að fara í frí. Hann var ekki með daglega vistun. Ég var heppin með það, en það er ekki alltaf þannig.“ Þessi tími var mikilvægur fyrir aðlögunina og fyrstu vikurnar þeirra saman. „Ég held að tengslin okkar hafi orðið mjög fljótt sterk út af þessu,“ útskýrir María Dröfn. „Ég hugsa að ef ég hefði verið í vinnunni og svo sótt hann í leikskólann og við hefðum bara átt þessa þrjá tíma áður en hann fór að sofa þá hefði þetta gengið mjög hægar fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Guðlaugur, Hildur Björk og María Dröfn ræða einnig um það sem barnið kemur með á nýja heimilið og hvað þarf að útvega og margt fleira. Samtal þáttarins varpar ljósi á aðstæður fósturbarna og fósturforeldra; málefni sem eiga það til að vera falin í okkar samfélagi. Klippa: Fósturfjölskyldur - Daglega lífið Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Það er því ekkert til neitt sem heitir venjulegt fósturbarn eða fullkomið fósturbarn, eða neitt slíkt. Við förum alltaf í mjög skrítnar aðstæður í upphafi.“ Það eru ótal mörg horn að líta í þegar barn er tekið í fóstur og margt sem erfitt er að tímasetja eða skipuleggja fyrirfram. Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er meðal annars rætt um aðlögunartímann og þá staðreynd að ekki er fæðingarorlof fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í tímabundið fóstur. Foreldrar sem taka að sér barn í varanlegt fóstur geta fengið fæðingarorlof með börn átta ára og yngri. Hefði gengið mun hægar „Ég var svo sjúklega heppin að ég átti sumarfrí og frábæra yfirmenn,“ segir María Dröfn Egilsdóttir um það hvernig hún leysti þetta vandamál. María Dröfn gerðist fósturforeldri þegar hún fékk dreng til sín í fóstur fyrir nokkrum árum og situr hún nú í stjórn Félags fósturforeldra á Íslandi. „Ég fór í frí með honum af því að leikskólinn hans var að fara í frí. Hann var ekki með daglega vistun. Ég var heppin með það, en það er ekki alltaf þannig.“ Þessi tími var mikilvægur fyrir aðlögunina og fyrstu vikurnar þeirra saman. „Ég held að tengslin okkar hafi orðið mjög fljótt sterk út af þessu,“ útskýrir María Dröfn. „Ég hugsa að ef ég hefði verið í vinnunni og svo sótt hann í leikskólann og við hefðum bara átt þessa þrjá tíma áður en hann fór að sofa þá hefði þetta gengið mjög hægar fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Guðlaugur, Hildur Björk og María Dröfn ræða einnig um það sem barnið kemur með á nýja heimilið og hvað þarf að útvega og margt fleira. Samtal þáttarins varpar ljósi á aðstæður fósturbarna og fósturforeldra; málefni sem eiga það til að vera falin í okkar samfélagi. Klippa: Fósturfjölskyldur - Daglega lífið Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21
Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00