Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 17:21 Guðlaugur Vísir/Vilhelm „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. „Þá varð þetta svona áþreifanlegt. Þetta varð raunverulegt og maður fann hvernig hlutverkið gæti orðið, það kom pínu eftirvænting í fyrsta skipti hjá manni,“ útskýrir Guðlaugur. Frumeðlið fór í gang Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um það hvernig hægt er að gerast fósturforeldri. Meðal annars er talað um undirbúningsnámskeiðið. „Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað sem ég skildi ekki, en það sat eftir hjá mér.“ Sem dæmi nefnir hann umræðuna um tengsl og tengslamyndun á námskeikðinu. Guðlaugur segir að hann hafi talið sig vita hvað tengsl væru. Sú uppljómun kom samt ekki fyrr en þegar hann var kominn í hlutverk fósturforeldris. „Þegar ég enda í aðstæðunum og fæ fósturbarnið mitt til mín og ég finn að það fer eitthvað frumeðli í gang hjá mér.“ Guðlauur segir að hann hafi verið að reyna að nýta þjálfunina í að koma á tengslum með ólíkum aðferðum og aðstæðum. „Ég man eftir deginum og aðstæðunum, þegar hann liggur einhvern tíman á bringunni á mér bara kornabarn og ég hugsa með mér, já þessi tengsl eru komin.“ Þetta var þó mun flóknara en það. Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum. Anna Steinunn og Hildur.Samsett Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags fósturforeldra og svara þau ýmsum spurningum um fósturforeldrahlutverkið og deila eigin reynslu. Ferlið getur verið erfitt en algjörlega þess virði á endanum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri. Klippa: Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Þá varð þetta svona áþreifanlegt. Þetta varð raunverulegt og maður fann hvernig hlutverkið gæti orðið, það kom pínu eftirvænting í fyrsta skipti hjá manni,“ útskýrir Guðlaugur. Frumeðlið fór í gang Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um það hvernig hægt er að gerast fósturforeldri. Meðal annars er talað um undirbúningsnámskeiðið. „Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað sem ég skildi ekki, en það sat eftir hjá mér.“ Sem dæmi nefnir hann umræðuna um tengsl og tengslamyndun á námskeikðinu. Guðlaugur segir að hann hafi talið sig vita hvað tengsl væru. Sú uppljómun kom samt ekki fyrr en þegar hann var kominn í hlutverk fósturforeldris. „Þegar ég enda í aðstæðunum og fæ fósturbarnið mitt til mín og ég finn að það fer eitthvað frumeðli í gang hjá mér.“ Guðlauur segir að hann hafi verið að reyna að nýta þjálfunina í að koma á tengslum með ólíkum aðferðum og aðstæðum. „Ég man eftir deginum og aðstæðunum, þegar hann liggur einhvern tíman á bringunni á mér bara kornabarn og ég hugsa með mér, já þessi tengsl eru komin.“ Þetta var þó mun flóknara en það. Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum. Anna Steinunn og Hildur.Samsett Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags fósturforeldra og svara þau ýmsum spurningum um fósturforeldrahlutverkið og deila eigin reynslu. Ferlið getur verið erfitt en algjörlega þess virði á endanum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri. Klippa: Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira