Lífið

Lagahöfundur og söngkona Let It Go hrósa úkraínsku stúlkunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Amalia hefur vakið athygli fyrir söng í neðanjarðarbyrgi í Úkraínu þar sem margt fólk faldi sig fyrir sprengjuárásum Rússa, þar á meðal mörg börn.
Amalia hefur vakið athygli fyrir söng í neðanjarðarbyrgi í Úkraínu þar sem margt fólk faldi sig fyrir sprengjuárásum Rússa, þar á meðal mörg börn.

Söngur lítillar stúlku í neðanjarðarbyrgi í Kænugarði í Úkraínu hefur vakið athygli víða um heiminn. Stúlkan sem heitir Amelia syngur lagið Let It Go úr Disney teiknimyndinni Frozen á sínu móðurmáli. 

Símamyndband af söngnum hefur farið víða síðustu klukkustundir en það var fyrst birt með leyfi móður stúlkunnar. Kristen Anderson-Lopez annar lagahöfundur Let It Go birti myndbandið í dag og hrósar þar stúlkunni frá Úkraínu. 

Flutning stúlkunnar má sjá í myndbandinu að neðan.

„Kæra litla stúlka með fallegu röddina. Við eiginmaður minn sömdum þetta lag sem hluta af sögu um að lækna fjölskyldu í sársauka. Hvernig þú syngur það er eins og töfrabragð sem dreifir ljósinu í hjarta þínu og læknar alla sem heyra það. Haltu áfram að syngja! Við erum að hlusta!“

Idina Menzel, söngkonan sem syngur lagið í myndinni Frozen, skrifaði líka til hennar. „Við sjáum þig í alvöru.“ Með færslunni voru blá og gul hjörtu.  Kvikmyndin Frozen kom út árið 2013 og lagið Let It Go vann Óskarsverðlaunin fyrir besta  lagið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×