Bæjarfulltrúi dregur framboð sitt skyndilega til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 14:23 Guðmundur Gísli Geirdal er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stefndi á áframhaldandi starf í bæjarpólitíkinni. Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri flokksins til baka. Hann vísar til persónulegra ástæðna. „Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18. Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18.
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43