Fyrrverandi leikmaður Arsenal genginn í úkraínska herinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 13:01 Oleg Luzhny fagnar tvennunni sem Arsenal vann vorið 2002. getty/Stuart MacFarlane Ekkert vantar upp á ættjarðarástina hjá úkraínsku íþróttafólki sem hefur gengið til liðs við herinn þar í landi til að reyna að halda aftur af Rússum sem réðust inn í Úkraínu fyrir tólf dögum. Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0. Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0.
Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira