Innlent

Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yfirvöld í Rússlandi eru ekki ánægð með stuðning Íslands við aðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Yfirvöld í Rússlandi eru ekki ánægð með stuðning Íslands við aðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Vísir/Vilhelm

Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum.

Á listanum má finna Bandaríkin, Kanada, öll aðildarríki Evrópusambandsins, Bretland, Úkraínu, Svartfjallaland, Sviss, Albaníu, Andorra, Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Noreg, San Marino, Norður-Makedóníu, Japan, Suður-Kóreu, Ástralíu, eyjaklasann Míkrónesíu, Nýja-Sjáland, Singapore og Taívan.

Rússneska fréttastofan TASS greinir frá þessu en ríkin á listanum hafa tekið þátt í efnahagslegum þvingunaraðgerðum gagnvart Rússlandi eftir að innrásin hófst inn í Úkraínu.

Að sögn rússneskra yfirvalda verður stjórnvöldum og sveitarfélögum í landinu, rússneskum borgurum og fyrirtækjum, sem eru með gjaldeyrisskuldbindingar gagnvart aðilum í þessum löndum tímabundið heimilt að greiða þær í rúblum.

Fyrir breytinguna í dag voru einungis tvö ríki á listanum: Bandaríkin og Tékkland. Þá var sendiráðum Rússlands óhemilt að ráða starfsmenn frá þessum ríkjum.


Tengdar fréttir

Vaktin: „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar“

„Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken.Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×