„Pútín verður að mistakast og fólk verður að sjá honum mistakast í árásum sínum,“ segir forsætisráðherrann. „Það er ekki nóg að við lýsum stuðningi okkar við alþjóðlega og reglubunda skipan; við verðum að verja hana gegn ítrekuðum tilraunum til að endurskrifa hana með hernarðafli.“
141 ríki fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni og 39 ríki kröfðust rannsóknar Alþjóðaglæpadómstólsins á mögulegum stríðsglæpum.
Johnson vill hins vegar ganga enn lengra.
- Leiðtogar heims ættu að mynda alþjóðlegt mannúðarbandalag Úkraínu til stuðnings.
- Þeir ættu einnig að styðja Úkraínumenn í að verja sig.
- Auka ætti efnahagslegan þrýsting á Rússland.
- Alþjóðasamfélagið þarf að berjast gegn tilraun Rússa til að „normalisera“ aðgerðir sínar.
- Leita þarf diplómatískra lausna á átökunum en aðeins með aðkomu lögmætra stjórnvalda Úkraínu.
- Atlantshafsbandalagið þarf tafarlaust að grípa til aðgerða til að styrkja varnir sínar.
Johnson mun ræða tillögu sína á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í dag og á fundi með Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á morgun.
Á þriðjudag mun hann síðan funda með leiðtogum Tékklands, Ungverjalands, Póllands og Slóvakíu.