Segir alla tapa á nýju skipulagi Útlendingastofnunar Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 20:38 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að nýtt skipulag talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, muni leiða til minni gæða, aukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Vísir/Ernir Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir harðlega nýtt skipulag Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytisins um talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún segir alla tapa á nýju skipulagi. Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira