Öllum lögfræðingum Rauða krossins sagt upp störfum Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 18:41 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Baldur Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess. Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára. Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira