Einar Guðnason mættur til starfa hjá Örebro: „Smá skrítið að vinna fyrir annað félag en Víking“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 12:46 Einar Guðnason er mættur til starfa hjá Örebro. Örebro Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið ráðinn til starfa hjá Örebro sem leikur í sænsku B-deildinni. Starfstitillinn er „transition“ þjálfari og er honum ætlað að aðstoða leikmenn sem eru að taka skrefið úr akademíu liðsins og inn í aðalliðið. Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira