Einar Guðnason mættur til starfa hjá Örebro: „Smá skrítið að vinna fyrir annað félag en Víking“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 12:46 Einar Guðnason er mættur til starfa hjá Örebro. Örebro Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið ráðinn til starfa hjá Örebro sem leikur í sænsku B-deildinni. Starfstitillinn er „transition“ þjálfari og er honum ætlað að aðstoða leikmenn sem eru að taka skrefið úr akademíu liðsins og inn í aðalliðið. Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira