Engin ástæða til að hamstra joðtöflur vegna ástandsins í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2022 17:55 Geislavarnir ríkisins Vísir/Vilhelm Engin ástæða er til þess að hamstra joðtöflur hér á landi vegna stríðsástandins í Úkraínu, jafn vel þó að svo illa færi að kjarnavopni yrði beitt á svæðinu. Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“ Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“
Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49
Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46