Fótbolti

Patrik með þrennu fyrir Keflavík í Lengjubikarnum | Valur vann HK

Atli Arason skrifar
Patrik Johannesen
Patrik Johannesen Keflavík

Nýjasta viðbót Keflavíkur, Færeyingurinn Patrik Johannsen gerði þrennu í stórsigri Keflavíkur á Aftureldingu. Valur vann HK á meðan Fylkir og KA deildu stigunum.

Fylkir og KA skyldu jöfn á Würth vellinum, 2-2. Nikulás Val gerði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik áður en Ragnar Bragi Sveinsson tvöfaldaði forystuna á 58. mínútu.

Akureyringar jöfnuðu svo leikinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði á 72. mínútu og Nökkvi Þeyr Þórisson bætti við marki úr víti á 75. mínútu. Lokatölur 2-2. Bæði lið deila nú toppsæti riðils 4 með átta stig en öll önnur lið riðilsins eiga leik til góða.

Keflavík vann auðveldan 5-0 sigur á Aftureldingu í Nettó höllinni í Reykjanesbæ. Ingimundur Aron Guðnason gerði fyrsta markið á sjöundu mínútu áður en Frans Elvarsson bætti við marki á þeirri 24. Færeyingurinn Patrik Johannesen gerði svo þrennu fyrir Keflvíkingar í síðari hálfleik sem gulltryggði sigurinn. Þetta er fyrsti sigur Keflavíkur í riðli 3, liðið er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Afturelding er á botni riðilsins með eitt stig.

Valur vann 0-2 sigur á HK í Kórnum. Jesper Juelsgård gerði fyrsta markið á 17. mínútu áður en Guðmundur Andri Tryggvason rak smiðshöggið á 69. mínútu. Valur er nú á toppi riðli 1 með 10 stig, einu stigi meira en Víkingur sem á tvo leiki til góða. HK er í fjórða sæti með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×