Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. mars 2022 11:07 Asahláka hefur sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið. Vísir/Sigurjón Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Í morgun tók að rigna og klaki hefur víða myndast. Hann gerir nú þeim sem sinna snjóruðningi erfitt fyrir og verkefnin eru mörg. „Fyrst og fremst eru það húsagöturnar sem bara því miður eru að myndast klakar á og við þurfum stærri vélar til þess að reyna að brjóta hann upp og erum að vinna í því. Síðan er núna svona gamaldags íslenskt rok og rigning, það er að hlána og þá náttúrulega í svona aðstæðum myndast pollar og við erum að vinna í því að láta þá fara niður,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Hann segir allar stofn- og tengibrautir vel ruddar. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir Allt að sextíu vélar á fullu „Það eru húsagöturnar sem eru úrlausnarefnið og þær eru bara ekki góðar. Það verður bara að segjast eins og er og við erum að reyna að vinna í þessu að brjóta upp klaka þar sem verst er. Þetta er ekki gott ástand og við viljum biðja fólk að sýna þessu bara smá biðlund. Við erum að vinna í þessu á fullu og það eru tugir tækja úti og þetta er bara erfitt verkefni,“ segir Hjalti. Hann bætir við að álagið hafi verið mikið síðustu vikurnar. „Eiginlega frá 7. febrúar, sem sagt þegar fyrsti stormurinn reið yfir, þá hafa verið örugglega svona milli fjörutíu og sextíu vélar úti hvern einasta dag.“ Fjöldi moksturmanna vinna nú að því að moka götur borgarinnar. Vísir/Lillý Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Í morgun tók að rigna og klaki hefur víða myndast. Hann gerir nú þeim sem sinna snjóruðningi erfitt fyrir og verkefnin eru mörg. „Fyrst og fremst eru það húsagöturnar sem bara því miður eru að myndast klakar á og við þurfum stærri vélar til þess að reyna að brjóta hann upp og erum að vinna í því. Síðan er núna svona gamaldags íslenskt rok og rigning, það er að hlána og þá náttúrulega í svona aðstæðum myndast pollar og við erum að vinna í því að láta þá fara niður,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Hann segir allar stofn- og tengibrautir vel ruddar. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir Allt að sextíu vélar á fullu „Það eru húsagöturnar sem eru úrlausnarefnið og þær eru bara ekki góðar. Það verður bara að segjast eins og er og við erum að reyna að vinna í þessu að brjóta upp klaka þar sem verst er. Þetta er ekki gott ástand og við viljum biðja fólk að sýna þessu bara smá biðlund. Við erum að vinna í þessu á fullu og það eru tugir tækja úti og þetta er bara erfitt verkefni,“ segir Hjalti. Hann bætir við að álagið hafi verið mikið síðustu vikurnar. „Eiginlega frá 7. febrúar, sem sagt þegar fyrsti stormurinn reið yfir, þá hafa verið örugglega svona milli fjörutíu og sextíu vélar úti hvern einasta dag.“ Fjöldi moksturmanna vinna nú að því að moka götur borgarinnar. Vísir/Lillý
Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent