Fótbolti

Pepe svaf í rúmi mömmu sinnar þar til að hann varð sautján: „Pabbi ekki hrifinn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe er mikill skaphundur og oft eru mikil læti í kringum hann á vellinum eins og sjá má hér í leik með Porto í Meistaradeildinni.
Pepe er mikill skaphundur og oft eru mikil læti í kringum hann á vellinum eins og sjá má hér í leik með Porto í Meistaradeildinni. Getty/Jose Manuel Alvarez

Pepe hefur orð á sér að vera einn harðasti og grimmasti varnarmaður síðustu áratuga. Hann er aftur á móti mikill mömmustrákur eins og kom fram í nýju viðtali.

Pepe hefur spilað 123 landsleiki fyrir Portúgal en fæddist samt og ólst upp í Brasilíu. Pepe flutti til Portúgals þegar hann var táningur.

Pepe hefur alltaf verið stór og sterkur frá sínum yngri árum en mamma hans passaði samt sem áður vel upp á hann.

Pepe sagði frá því í viðtali við portúgalska miðilinn Tribuna Expresso að þau mæðginin séu mjög náin.

„Þangað til að ég kom til Portúgal sautján ára gamall þá svar ég í rúmi mömmu minnar. Ímyndaðu þér hvernig það var,“ sagði Pepe hlæjandi við blaðamann Tribuna Expresso.

„Ég var þegar orðinn stór en svaf samt í rúmi foreldra minna. Ég get rétt ímyndað mér að pabbi hafi örugglega ekki verið hrifinn,“ sagði Pepe.

„Þetta er áhugavert. Ég var að tala við mömmu mína um daginn og hún sagði að ég hefði verið hrifinn af því að renna hendinni minni í gegnum hárið hennar. Ég sagði þá við hana að kannski hefði ég þá vitað innst inni að ég yrði svona mikið í burtu frá henni,“ sagði Pepe.

Pepe samdi við Maritimo í Portúgal en fór þaðan til Porto. Hann vann tvo titla með Porto áður en hann fór til Real Madrid þar sem stjarna hans skein skærast. Pepe varð þrisvar spænskur meistari og vann þrisvar sinnum Meistaradeildina með Real Madrid á árunum 2007 til 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×