Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2022 18:02 Hljómsveitin Buff hélt upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt árið 2019. Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar. MeToo Tónlist Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar.
MeToo Tónlist Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira