„Erfitt að sjá fólk sem í ofsareiði og af óskiljanlegum ástæðum vill tortíma okkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2022 16:01 Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og Íslandi. AÐSEND Sendiherra Úkraínu í Finnlandi og Íslandi kallar eftir því að íslensk stjórnvöld slíti stjórnmálasambandi við Rússland og vísi rússneska sendiherranum úr landi. Hann voni að rússneskur almenningur geri uppreisn annars verði skömmin og blóð Úkraínumanna á þeirra höndum næstu aldirnar. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt markmið innrásarinnar í Úkraínu meðal annars að ganga milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Sendiherra Rússlands hér á landi ítrekaði þá yfirlýsingu í vikunni. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ sagði Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Sendiherra Úkraínu á Íslandi gefur lítið fyrir þessar ásakanir Rússa. „Þessi svokallaði sendiherra kallar okkur nasista. Hann ætti að líta í eigin barm. Vegna þess að rússnesk stjórnvöld smána rússnesku þjóðina. Vonandi mun rússneska þjóðin vakna og þurrka út þessa illsku af yfirborði jarðar. Annars mun skömmin og blóð Úkraínumanna vera á höndum rússnesku þjóðarinnar, ekki næstu áratugi heldur næstu aldirnar,“ segir Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu á Íslandi og í Finnlandi. Vilja enn samtal við Rússa Hún kallar eftir því að íslensk stjórnvöld slíti allt stjórnmálasamband við Rússland. „Ég stóla á Ísland, að eftir þessa hræðilegu yfirlýsingu þessa svokallaða rússneska sendiherra, að honum verði tafarlaust vísað úr landi og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland. Í samskiptum við þetta fólk þýðir ekkert að tala um diplómatískar lausnir. „Við erum lýðræðislegt ríki, skuldbundin friði. Við höfum ekki skotið á neinn. Allar lygarnar um að við höfum beint spjótum okkar að fólkinu í Donbas eru ósannar. Meira en 1,5 milljón manna eru á flótta í Úkraínu frá Donbas og Krímskaga,“ segir Dibrova. „Ríkisstjórn okkar er lýðræðislega kjörin, forseti okkar er lýðræðislega kjörinn og þingið líka. Við höfum írekað reynt á friðarviðræður við Rússa svo við getum haldið pólitísku samtali áfram en þeir hafa ítrekað neitað,“ segir hún. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa þeir nú ráðist á okkur og úkraínsku þjóðina og varpað sprengjum. Frá því að stríð okkar við Rússa hófst árið 2014 höfum við misst fimmtán þúsund manns. Þrátt fyrir þetta köllum við nú eftir því að Rússar setjist að samningaborðinu og stöðva stríðið.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Olgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þeir eru lygarar!“ Rússnesk yfirvöld hafa þá sakað Úkraínuher um að skjóta á úkraínsk íbúasvæði til að geta kennt Rússum um. „Þeir eru lygarar! Þeir eru lygarar! Við erum að gera allt sem við getum til að bjarga fólkinu okkar. Þeir eru að kenna öðrum um hluti sem þeir eru sekir um sjálfir,“ segir Dibrova. „Í þeim heimi sem við lifum í dag er ekkert hægt að fela. Allur heimurinn stendur með okkur og það sýnir allt alþjóðasamfélagið. En við ættum í sameiningu að ganga lengra. Einangra Rússland og sýna rússnesku þjóðinni að hún sér ekkert nema falsfréttir.“ Innrásin minni á innrás nasista 1941 Árásir Rússa beinist ekki eingöngu að hernaðarinnviðum. „Innrásarliðið ræðst á leikskóla og munaðarleysingjahæli. Það skýtur flugskeytum á borgir og íbúahverfi. Blóðugir bardagar eru háðir um alla Úkraínu og nú þegar hefur innrásarliðið náð að höfuðborginni okkar Kænugarði og barist er allt í kringum og inni í borginni,“ segir Dibrova. „Almenningur felur sig í kjöllurum og neðanjarðarlestarstöðvum. Árásarliðið hefur náð að sölsa undir sig kjarnorkuverið í Tsjernóbíl og vegna mikils umgangs hefur kjarnorkumengun aukist undanfarna daga,“ segir hún. „Til að vera alveg hreinskilin er þetta ástand sem hvorki við né önnur Evrópuríki hafa séð síðan 1941 þegar Þýskaland nasismans og Hitler réðust á okkur. Þessi innrás var keimlík henni, gerðist mjög snemma morguns. Hermenn okkar eru ekki þeir einu sem hafa fallið heldur hafa almennir borgarar og börn fallið í átökunum nú þegar.“ Þingmenn hafi allir tekið upp vopn Hún segir úkraínska herinn berjast hetjulega og af hörku og segir alla Úkraínumenn biðja fyrir herliðinu, sem verji landið. „Og það er ekki bara herinn sem berst heldur hafa allir, sem eru færir, tekið upp vopn. Við þurfum ekki aðeins að berjast við hermenn heldur líka verjast netárásum vegna þess að Rússar herja á okkur með falsfréttum,“ segir Dibrova. Hún bendir þá á það að ríkisstjórn, þingmenn og aðrir stjórnmálamenn hyggist vera áfram í Kænugarði og margir þeirra hafi þegar gengið til liðs við herinn. „Forseti okkar, forsætisráðherra, forseti þingsins og allir þingmennirnir eru í Kænugarði og við erum sameinuð sem aldrei fyrr. Allir þingmennirnir bera vopn í höndum og eru tilbúnir til að verja lýðræðisstofnanir okkar. Með þenna baráttuanda munum við sigra en því miður mun fólk falla,“ segir Dibrova. Grét þegar fjölskyldan sendi henni mynd af rússneskum skriðdreka við heimilið Dibrova er sjálf stödd í Finnlandi, þar sem sendiráð hennar er staðsett. Hún segir að þrátt fyrir það líði henni ekki eins og hún sé í friðsælu landi. „Allir Úkraínumenn, diplómatar eða ekki og hvar sem þeir eru, eru í stríði. Við verðum líka að berjast á diplómatískan hátt og gerum allt til að sjá landinu okkar fyrir því sem er nauðsynlegt. Hvort sem það eru vopn eða sjúkravörur eða fjárhagsaðstoð. Við höfum ekki sofið og erum með tárin í augunum. Við erum áhyggjufull um fjölskyldur okkar í Úkraínu,“ segir Dibrova. „Ég grét í gærmorgun þegar ég fékk myndband frá fjölskyldunni minni af rússneskum skriðdreka keyra um götuna mína í Kænugarði. Það er bara í tuttugu mínútna fjarlægð frá þinghúsinu. Það er mjög erfitt að sjá fólk sem í ofsareiði og af óskiljanlegum ástæðum vill tortíma okkur. Vill tortíma ríki okkar og taka af okkur föðurlandið, sem við elskum af öllu okkar hjarta,“ segir Dibrova. „Eftir allt saman verðum við að berjast fyrir hinu góða og það er það sem við erum að gera.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Harðir bardagar í Kænugarði í nótt Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt markmið innrásarinnar í Úkraínu meðal annars að ganga milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Sendiherra Rússlands hér á landi ítrekaði þá yfirlýsingu í vikunni. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ sagði Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Sendiherra Úkraínu á Íslandi gefur lítið fyrir þessar ásakanir Rússa. „Þessi svokallaði sendiherra kallar okkur nasista. Hann ætti að líta í eigin barm. Vegna þess að rússnesk stjórnvöld smána rússnesku þjóðina. Vonandi mun rússneska þjóðin vakna og þurrka út þessa illsku af yfirborði jarðar. Annars mun skömmin og blóð Úkraínumanna vera á höndum rússnesku þjóðarinnar, ekki næstu áratugi heldur næstu aldirnar,“ segir Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu á Íslandi og í Finnlandi. Vilja enn samtal við Rússa Hún kallar eftir því að íslensk stjórnvöld slíti allt stjórnmálasamband við Rússland. „Ég stóla á Ísland, að eftir þessa hræðilegu yfirlýsingu þessa svokallaða rússneska sendiherra, að honum verði tafarlaust vísað úr landi og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland. Í samskiptum við þetta fólk þýðir ekkert að tala um diplómatískar lausnir. „Við erum lýðræðislegt ríki, skuldbundin friði. Við höfum ekki skotið á neinn. Allar lygarnar um að við höfum beint spjótum okkar að fólkinu í Donbas eru ósannar. Meira en 1,5 milljón manna eru á flótta í Úkraínu frá Donbas og Krímskaga,“ segir Dibrova. „Ríkisstjórn okkar er lýðræðislega kjörin, forseti okkar er lýðræðislega kjörinn og þingið líka. Við höfum írekað reynt á friðarviðræður við Rússa svo við getum haldið pólitísku samtali áfram en þeir hafa ítrekað neitað,“ segir hún. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa þeir nú ráðist á okkur og úkraínsku þjóðina og varpað sprengjum. Frá því að stríð okkar við Rússa hófst árið 2014 höfum við misst fimmtán þúsund manns. Þrátt fyrir þetta köllum við nú eftir því að Rússar setjist að samningaborðinu og stöðva stríðið.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Olgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þeir eru lygarar!“ Rússnesk yfirvöld hafa þá sakað Úkraínuher um að skjóta á úkraínsk íbúasvæði til að geta kennt Rússum um. „Þeir eru lygarar! Þeir eru lygarar! Við erum að gera allt sem við getum til að bjarga fólkinu okkar. Þeir eru að kenna öðrum um hluti sem þeir eru sekir um sjálfir,“ segir Dibrova. „Í þeim heimi sem við lifum í dag er ekkert hægt að fela. Allur heimurinn stendur með okkur og það sýnir allt alþjóðasamfélagið. En við ættum í sameiningu að ganga lengra. Einangra Rússland og sýna rússnesku þjóðinni að hún sér ekkert nema falsfréttir.“ Innrásin minni á innrás nasista 1941 Árásir Rússa beinist ekki eingöngu að hernaðarinnviðum. „Innrásarliðið ræðst á leikskóla og munaðarleysingjahæli. Það skýtur flugskeytum á borgir og íbúahverfi. Blóðugir bardagar eru háðir um alla Úkraínu og nú þegar hefur innrásarliðið náð að höfuðborginni okkar Kænugarði og barist er allt í kringum og inni í borginni,“ segir Dibrova. „Almenningur felur sig í kjöllurum og neðanjarðarlestarstöðvum. Árásarliðið hefur náð að sölsa undir sig kjarnorkuverið í Tsjernóbíl og vegna mikils umgangs hefur kjarnorkumengun aukist undanfarna daga,“ segir hún. „Til að vera alveg hreinskilin er þetta ástand sem hvorki við né önnur Evrópuríki hafa séð síðan 1941 þegar Þýskaland nasismans og Hitler réðust á okkur. Þessi innrás var keimlík henni, gerðist mjög snemma morguns. Hermenn okkar eru ekki þeir einu sem hafa fallið heldur hafa almennir borgarar og börn fallið í átökunum nú þegar.“ Þingmenn hafi allir tekið upp vopn Hún segir úkraínska herinn berjast hetjulega og af hörku og segir alla Úkraínumenn biðja fyrir herliðinu, sem verji landið. „Og það er ekki bara herinn sem berst heldur hafa allir, sem eru færir, tekið upp vopn. Við þurfum ekki aðeins að berjast við hermenn heldur líka verjast netárásum vegna þess að Rússar herja á okkur með falsfréttum,“ segir Dibrova. Hún bendir þá á það að ríkisstjórn, þingmenn og aðrir stjórnmálamenn hyggist vera áfram í Kænugarði og margir þeirra hafi þegar gengið til liðs við herinn. „Forseti okkar, forsætisráðherra, forseti þingsins og allir þingmennirnir eru í Kænugarði og við erum sameinuð sem aldrei fyrr. Allir þingmennirnir bera vopn í höndum og eru tilbúnir til að verja lýðræðisstofnanir okkar. Með þenna baráttuanda munum við sigra en því miður mun fólk falla,“ segir Dibrova. Grét þegar fjölskyldan sendi henni mynd af rússneskum skriðdreka við heimilið Dibrova er sjálf stödd í Finnlandi, þar sem sendiráð hennar er staðsett. Hún segir að þrátt fyrir það líði henni ekki eins og hún sé í friðsælu landi. „Allir Úkraínumenn, diplómatar eða ekki og hvar sem þeir eru, eru í stríði. Við verðum líka að berjast á diplómatískan hátt og gerum allt til að sjá landinu okkar fyrir því sem er nauðsynlegt. Hvort sem það eru vopn eða sjúkravörur eða fjárhagsaðstoð. Við höfum ekki sofið og erum með tárin í augunum. Við erum áhyggjufull um fjölskyldur okkar í Úkraínu,“ segir Dibrova. „Ég grét í gærmorgun þegar ég fékk myndband frá fjölskyldunni minni af rússneskum skriðdreka keyra um götuna mína í Kænugarði. Það er bara í tuttugu mínútna fjarlægð frá þinghúsinu. Það er mjög erfitt að sjá fólk sem í ofsareiði og af óskiljanlegum ástæðum vill tortíma okkur. Vill tortíma ríki okkar og taka af okkur föðurlandið, sem við elskum af öllu okkar hjarta,“ segir Dibrova. „Eftir allt saman verðum við að berjast fyrir hinu góða og það er það sem við erum að gera.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Harðir bardagar í Kænugarði í nótt Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Vaktin: Harðir bardagar í Kænugarði í nótt Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24