Sif Atla: Þetta er ákveðið áreiti sem við erum ekki vanar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:46 Sif Atladóttir og félagar í íslenska landsliðinu voru skrefinu á eftir þeim bandarísku í nótt. Hér hefur Mallory Pugh komist framhjá Sif. Getty/Robin Alam Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir er á því að íslenska kvennalandsliðið hafi lært mikið af stóra skellinum á móti heimsmeisturum Bandaríkjanna í úrslitaleik SheBelieves Cup í nótt. „Það er erfitt að spila við lið sem beitir svona skyndisóknum á okkur en þetta er jákvætt upp á framtíðina,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Við erum að fara í undankeppni HM og svo í lokakeppni EM og ég held að við lærum mjög mikið af þessum leik þótt að þetta særi svona fyrst eftir leikinn,“ sagði Sif. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum á þessu móti og ég held að Steini hafi sagt það fyrir mót að það væri mjög mikilvægt fyrir okkur að fara inn í leiki þar sem það eru áhorfendur og aðeins meira umstang í kringum þetta. Við vitum að Bandaríkjamenn kunna að gera þetta að ákveðnum hátíðarhöldum þegar kemur að liðinu þeirra,“ sagði Sif. Sif Atladóttir ræddi við okkur eftir leik Íslands og Bandaríkjanna.#dottir pic.twitter.com/MkSbthHYKi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2022 „Þetta er ákveðið áreiti sem við erum ekki vanar á þessum tímapunkti. Það er því mjög mikilvægt fyrir komandi verkefni fyrir HM og svo lokakeppnina í sumar. Það verður rosamikið áreiti þar þannig að ég held að allt í kringum þetta sé frábær undirbúningur,“ sagði Sif. „Það má heldur ekki gleyma að því að liðin hér eru á pari við liðin sem við erum að fara að mæta. Þetta er góður lærdómur en auðvitað vildum við vinna bikarinn af því að hann var í boði. Þegar við greinum þennan leik þá verður þetta leikurinn sem við lærum mest af,“ sagði Sif. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. 24. febrúar 2022 07:01 Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
„Það er erfitt að spila við lið sem beitir svona skyndisóknum á okkur en þetta er jákvætt upp á framtíðina,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Við erum að fara í undankeppni HM og svo í lokakeppni EM og ég held að við lærum mjög mikið af þessum leik þótt að þetta særi svona fyrst eftir leikinn,“ sagði Sif. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum á þessu móti og ég held að Steini hafi sagt það fyrir mót að það væri mjög mikilvægt fyrir okkur að fara inn í leiki þar sem það eru áhorfendur og aðeins meira umstang í kringum þetta. Við vitum að Bandaríkjamenn kunna að gera þetta að ákveðnum hátíðarhöldum þegar kemur að liðinu þeirra,“ sagði Sif. Sif Atladóttir ræddi við okkur eftir leik Íslands og Bandaríkjanna.#dottir pic.twitter.com/MkSbthHYKi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2022 „Þetta er ákveðið áreiti sem við erum ekki vanar á þessum tímapunkti. Það er því mjög mikilvægt fyrir komandi verkefni fyrir HM og svo lokakeppnina í sumar. Það verður rosamikið áreiti þar þannig að ég held að allt í kringum þetta sé frábær undirbúningur,“ sagði Sif. „Það má heldur ekki gleyma að því að liðin hér eru á pari við liðin sem við erum að fara að mæta. Þetta er góður lærdómur en auðvitað vildum við vinna bikarinn af því að hann var í boði. Þegar við greinum þennan leik þá verður þetta leikurinn sem við lærum mest af,“ sagði Sif.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. 24. febrúar 2022 07:01 Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. 24. febrúar 2022 07:01
Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20