Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var auðvitað svekkt með tapið í lokaleiknum en ánægð með mótið í heild sinni. Vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. „Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20