Þorgerður Katrín: Samstaða á alþjóðavettvangi framar viðskiptahagsmunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að Ísland eigi að standa með fullvanda þjóðum og sýna samstöðu á hinu stóra sviði. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir stöðuna í Úkraínu óþolandi og grafalvarlega. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um málið í dag. Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira