Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Snorri Másson skrifar 23. febrúar 2022 21:45 Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, er feginn að geta loks fellt grímuna. Vísir/Egill Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. Það var líklega fáum brugðið þegar ráðamenn fluttu landsmönnum margboðuð tíðindi um allsherjarafléttingu sóttvarnartakmarkana í hversdagslegu spjalli í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í dag. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf og erum komin á þann stað að við teljum okkur geta lifað með þessari veiru,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munum ekki geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma Þetta er í annað skipti sem öllu er aflétt - síðast var það gert í lok júní á síðasta ári. Þá benti Þórólfur Guðnason réttilega á að þetta væri ekki alveg búið. „Það var sumum sem fannst ég vera leiðinlegi gaurinn en öðrum sem fannst ég bara góði og skemmtilegi gæinn. Ég bara minni á að þetta er ekki alveg búið. Í fyrsta lagi er bylgjan ekki búin, við höfum ekki náð hápunkti í henni og þurfum að huga að því hvort komi aðrar bylgjur með öðrum afbrigðum. Að því leyti er þetta ekki búið en við erum betur stödd núna en síðast þegar ég hafði þessi varnaðarorð,“ segir Þórólfur. „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ var haft eftir Þórólfi þegar öllu var aflétt 26. júní 2021.Vísir/Egill Heilsugæslan er hætt að taka PCR-próf á Suðurlandsbraut og hefur skipt yfir í hraðpróf. Slík próf getur maður líka tekið hjá einkaaðilum og ef maður greinist er maður ekki sendur áfram í PCR. Maður sér síðan sjálfur um að einangra sig. „Það er mælst til þess að fólk verði heima og ég held að allir hafi bara svolítið gott af því ef þeir finna fyrir einkennum að fara vel með sig og vera heima á meðan þeir eru veikir,“ segir Ragnheiður Ósk. Þórólfur minnir á að fólk þurfi enn að passa sig. „Það er fullt af öðrum sýkingum sem fólk getur fengið og veikst alvarlega, þannig að við munum aldrei geta komið í veg fyrir það. En ég held að við séum að gera þetta eins vel og mögulegt er, en við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Löngu orðið tímabært Almenningur virðist sáttur með breytingarnar, þótt sumir lýsi yfir áhyggjum af viðkvæmari hópum. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Löngu orðið tímabært. Ég er með rekstur og ég ferðast mikið, og nú finnst mér ég vera bara frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég er að fara til London á föstudaginn að sjá mína menn í Liverpool taka Chelsea á Wembley. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir Magnússon. Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, segist feginn að geta fellt grímuna loksins: „Dóttir mín sem er að verða níu ára horfir stundum á mig og segir pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið. Það er ekki mjög sexý.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Það var líklega fáum brugðið þegar ráðamenn fluttu landsmönnum margboðuð tíðindi um allsherjarafléttingu sóttvarnartakmarkana í hversdagslegu spjalli í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í dag. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf og erum komin á þann stað að við teljum okkur geta lifað með þessari veiru,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munum ekki geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma Þetta er í annað skipti sem öllu er aflétt - síðast var það gert í lok júní á síðasta ári. Þá benti Þórólfur Guðnason réttilega á að þetta væri ekki alveg búið. „Það var sumum sem fannst ég vera leiðinlegi gaurinn en öðrum sem fannst ég bara góði og skemmtilegi gæinn. Ég bara minni á að þetta er ekki alveg búið. Í fyrsta lagi er bylgjan ekki búin, við höfum ekki náð hápunkti í henni og þurfum að huga að því hvort komi aðrar bylgjur með öðrum afbrigðum. Að því leyti er þetta ekki búið en við erum betur stödd núna en síðast þegar ég hafði þessi varnaðarorð,“ segir Þórólfur. „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ var haft eftir Þórólfi þegar öllu var aflétt 26. júní 2021.Vísir/Egill Heilsugæslan er hætt að taka PCR-próf á Suðurlandsbraut og hefur skipt yfir í hraðpróf. Slík próf getur maður líka tekið hjá einkaaðilum og ef maður greinist er maður ekki sendur áfram í PCR. Maður sér síðan sjálfur um að einangra sig. „Það er mælst til þess að fólk verði heima og ég held að allir hafi bara svolítið gott af því ef þeir finna fyrir einkennum að fara vel með sig og vera heima á meðan þeir eru veikir,“ segir Ragnheiður Ósk. Þórólfur minnir á að fólk þurfi enn að passa sig. „Það er fullt af öðrum sýkingum sem fólk getur fengið og veikst alvarlega, þannig að við munum aldrei geta komið í veg fyrir það. En ég held að við séum að gera þetta eins vel og mögulegt er, en við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Löngu orðið tímabært Almenningur virðist sáttur með breytingarnar, þótt sumir lýsi yfir áhyggjum af viðkvæmari hópum. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Löngu orðið tímabært. Ég er með rekstur og ég ferðast mikið, og nú finnst mér ég vera bara frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég er að fara til London á föstudaginn að sjá mína menn í Liverpool taka Chelsea á Wembley. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir Magnússon. Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, segist feginn að geta fellt grímuna loksins: „Dóttir mín sem er að verða níu ára horfir stundum á mig og segir pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið. Það er ekki mjög sexý.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01