Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. febrúar 2022 11:58 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og blaðamennirnir fjórir. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá Kveiki og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum. Vísir Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls. Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls.
Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21
Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44
Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent