Þau Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir á RÚV, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum hafa verið boðuð í yfirheyrslu og þeim veitt réttarstaða sakbornings af lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Aðalsteinn Kjartansson óskaði eftir úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra um lögmæti aðgerða lögreglu. Í dag tilkynnti hann að yfirheyrslu hans hefði verið frestað.
Í frétt Kjarnans segir að hinir blaðamennirnir þrír verði ekki heldur yfrheyrðir í upphafi næstu viku líkt og til stóð. Lögreglan hafi ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til niðurstaða héraðsdóms liggur fyrir.
Morgunblaðið hefur eftir Aðalsteini að kæra hans verði tekin fyrir á miðvikudag í næstu viku en að hann viti ekki hversi lengi héraðsdómur verði að komast að niðurstöðu.