„Jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:31 Megan Rapinoe fagnar sigri bandaríska landsliðsins á HM 2019. AP/Seth Wenig Bandaríska kvennalandsliðið vann risastóran sigur í gær þegar þær höfðu það loksins í gegn að fá jafnmikið borgað frá knattspyrnusambandinu og karlalandslið Bandaríkjanna fær. Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022 Bandaríkin Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022
Bandaríkin Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira