„Þá kemur íslenski víkingurinn enn meira inn í þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á ferðinni í hlýjunni í Kaliforníu í 1-0 sigrinum gegn Nýja-Sjálandi aðfaranótt föstudags. Getty/Ronald Martinez Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu í fótbolta búa sig undir „íslenskar“ aðstæður í úrslitaleiknum við Bandaríkin í nótt í SheBelieves Cup. Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur. EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur.
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira