Norðmenn nær því að endurheimta eina bestu knattspyrnukonu heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 15:30 Ada Hegerberg hefur ekki spilað með norska landsliðinu í fjögur og hálft ár. Á sama tíma hefur unnið fjölda titla og skorað mikið af mörkum með Lyon. Getty/Matthew Lewis Ada Hegerberg er frábær knattspyrnukona enda ein sú besta í heimi. Þessi mikli markaskorari hefur samt ekki klætt sig í landsliðstreyjuna síðan árið 2017. Nú er von um að breyting verði á. Hegerberg ákvað sjálf að hætta að gefa kost á sér í landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2017. Hún var ósátt með stjórn knattspyrnusambandsins og að þeir hugsuðu ekki nógu vel um knattspyrnukonurnar. Il ct della Norvegia Martin Sjogren guarda con fiducia al possibile ritorno in nazionale di Ada Hegerberg https://t.co/HL8sf9Kxmb— DonneNelPallone (@redazioneDNP) February 21, 2022 Hegerberg hefur raðað inn mörkum í mörg ár með franska stórliðinu Lyon og er nú aftur komin inn á völlinn eftir krossbandsslit. Landsliðsþjálfarinn er nú bjartsýnni á það að honum takist að sannfæra Hegerberg um að snúa aftur í landsliðið. „Við erum farin að tala meira saman og eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að það sé möguleiki á þessu. Það er okkar metnaður að gera það mögulegt. Við erum samt ekki komin þangað aftur,“ sagði Martin Sjögren við TT. Sjögren vonast til þess að sjá hina 26 ára gömlu Herderberg spila á EM næsta sumar. „Svona stórt púls yrði náttúrulega mjög mikilvægt fyrir okkar lið á Evrópumótinu. Hún kæmi þá vonandi með þennan X-faktor enda einn af bestu framherjum heims,“ sagði Sjögren. Över fyra års landslagsbojkott kan snart vara över för en av världens bästa anfallare.Norge hoppas på förstärkning från Lyonstjärnan Ada Hegerberg till sommarens fotbolls-EM. Det känns som att det är möjligt, säger Norges svenske förbundskapten Martin Sj https://t.co/2KOFjzOgEA— Hufvudstadsbladet (@hblwebb) February 21, 2022 Ada Hegerberg skoraði á sínum tíma 38 mörk í 66 landsleikjum en hún var bara 22 ára þegar hún spilaði sinn síðasta landsleik. Ada hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 232 mörk í 201 leik í öllum keppnum með franska liðinu þar af 12 mörk í 17 leikjum á þessu tímabili. EM 2021 í Englandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Hegerberg ákvað sjálf að hætta að gefa kost á sér í landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2017. Hún var ósátt með stjórn knattspyrnusambandsins og að þeir hugsuðu ekki nógu vel um knattspyrnukonurnar. Il ct della Norvegia Martin Sjogren guarda con fiducia al possibile ritorno in nazionale di Ada Hegerberg https://t.co/HL8sf9Kxmb— DonneNelPallone (@redazioneDNP) February 21, 2022 Hegerberg hefur raðað inn mörkum í mörg ár með franska stórliðinu Lyon og er nú aftur komin inn á völlinn eftir krossbandsslit. Landsliðsþjálfarinn er nú bjartsýnni á það að honum takist að sannfæra Hegerberg um að snúa aftur í landsliðið. „Við erum farin að tala meira saman og eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að það sé möguleiki á þessu. Það er okkar metnaður að gera það mögulegt. Við erum samt ekki komin þangað aftur,“ sagði Martin Sjögren við TT. Sjögren vonast til þess að sjá hina 26 ára gömlu Herderberg spila á EM næsta sumar. „Svona stórt púls yrði náttúrulega mjög mikilvægt fyrir okkar lið á Evrópumótinu. Hún kæmi þá vonandi með þennan X-faktor enda einn af bestu framherjum heims,“ sagði Sjögren. Över fyra års landslagsbojkott kan snart vara över för en av världens bästa anfallare.Norge hoppas på förstärkning från Lyonstjärnan Ada Hegerberg till sommarens fotbolls-EM. Det känns som att det är möjligt, säger Norges svenske förbundskapten Martin Sj https://t.co/2KOFjzOgEA— Hufvudstadsbladet (@hblwebb) February 21, 2022 Ada Hegerberg skoraði á sínum tíma 38 mörk í 66 landsleikjum en hún var bara 22 ára þegar hún spilaði sinn síðasta landsleik. Ada hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 232 mörk í 201 leik í öllum keppnum með franska liðinu þar af 12 mörk í 17 leikjum á þessu tímabili.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira