Wilshere ekki launahæstur hjá AGF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Jack Wilshere í búningi AGF. agf Þrátt fyrir að vera langfrægasti leikmaður AGF er Jack Wilshere ekki launahæsti leikmaður félagsins. Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn. Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn.
Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira