Innlent

Miskunnar­­laus klám­her­ferð herjar á Ís­­lendinga

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Er­lendar klám­síður virðast nú vera í miðri aug­lýsinga­her­ferð sem angrar marga Ís­lendinga. Ó­um­beðin og ó­við­eig­andi skila­boð hrúgast nú inn á Face­book. Við sýnum ykkur hér í mynd­bandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvim­leiða vanda­mál á ein­faldan máta.

Flestir kannast við að fá ó­um­beðin og al­ger­lega ó­þolandi skila­boð frá Face­book-not­endum sem þykjast vera er­lendar konur sem segjast elska kyn­líf. Núna er á­standið hins vegar sér­stak­lega slæmt og síðustu vikuna hafa skila­boðin verið að hrannast inn á Face­book hjá mörgum.

Skila­boð sem þessi skjóta nokkuð reglu­lega upp kollinum á Face­book oftast ein á nokkurra vikna eða jafn­vel mánaða fresti.

Undan­farið hefur þetta plagað all­marga og má nánast tala um far­aldur í þessu sam­bandi. Skila­boðin eru hjá mörgum orðin þó­nokkur á dag.

„Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í ein­hvers konar her­ferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera alla­vega fullt af Ís­lendingum sem eru partur af þessari her­ferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theo­dór Ragnar Gísla­son, tækni­stjóri net­öryggis­fyrir­tækisins Syndis.

Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur

„Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitt­hvað,“ segir Theo­dór.

Skondnar þýðingarvillur

Skila­boðin eru aug­ljós­lega ekki frá al­vöru­fólki og öll greini­lega þýdd yfir á er­lendu tungu­máli með hjálp þýðingar­for­rita.

Þau geta því komið dá­lítið skemmti­lega út. Hér er eitt dæmi:

Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir

„Ég elska að stunda kyn­líf hér ó­keypis til að sjá fal­legu kisuna mína Fáðu hana núna“

Og annað:

„Hæ ég er kyn­þokka­full kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt mynd­bandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á mynd­bandið mitt.“

Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR

Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum

„Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fá­rán­legt... þetta er bara pirrandi. En auð­vitað eru alltaf ein­hverjir sem eru ginn­keyptir fyrir svona svika­skila­boðum,“ segir Theo­dór.

Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi.

En hver er leiðin til að losna undan þessu ó­þolandi á­reiti?

Hún er í raun sára­ein­föld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×