Fótbolti

Enginn Íslendingur með í fyrsta leik FCK eftir vetrarfrí

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Khouma Babacar stimplaði sig inn af krafti í Kaupmannahöfn.
Khouma Babacar stimplaði sig inn af krafti í Kaupmannahöfn. vísir/Getty

Íslendingalið FCK í Danmörku stóð ekki undir nafni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem enginn íslensku leikmanna liðsins var í leikmannahópnum.

Þeir Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhanesson og Orri Steinn Óskarsson eru allir á mála hjá danska stórveldinu en enginn þeirra var í leikmannahópnum sem tók á móti OB í fyrsta leik FCK eftir vetrarfrí.

Aron Elís Þrándarson var sömuleiðis fjarri góðu gamni en hann er á mála hjá OB.

Senegalski sóknarmaðurinn Khouma Babacar sem gekk í raðir FCK í janúar sá um að tryggja FCK sigur í dag með marki á 75.mínútu.

FCK styrkti þar með stöðu sína á toppi dönsku deildarinnar þar sem liðið hefur eins stigs forystu á Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×