Innlent

Sam­eining Blöndu­ós­bæjar og Húna­vatns­hrepps sam­þykkt

Árni Sæberg skrifar
Blönduósbær og Húnavatnshreppur verða nú eitt sameinað sveitarfélag.
Blönduósbær og Húnavatnshreppur verða nú eitt sameinað sveitarfélag. Vísir/Vilhelm

Húnvetningar samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps með miklum meirihluta. Ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí.

Þetta segir í tilkynningu á vefsíðunni Húnvetningur sem sett var á leggirnar til að kynna sameiningarverkefni sveitarfélaganna tveggja.

Í Blönduósbæ var kjörsókn 64,5 prósent. Alls greiddu 411 atkvæði, en 637 voru á kjörskrá.

  • Já sögðu 400
  • Nei sögðu 9
  • Tveir kjörseðlar voru ógildir

Í Húnavatnshreppi var kjörsókn 82,78% prósent. Alls greiddu 250 atkvæði, en 302 voru á kjörskrá.

  • Já sögðu 152
  • Nei sögðu 92
  • Auðir og ógildir voru 6


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.