Fótbolti

Guardiola: Tottenham er með frábæra sóknarmenn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola EPA-EFE/ANDREW YATES

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins fyrir Tottenham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sparaði þó ekki hrósið þegar kom að sóknarmönnum Tottenham.

Guardiola var spurður af blaðamanni hvort að varnarleikur liðsins hafi ekki verið eins góður og í síðustu leikjum, en Manchester City hafði ekki fengið á sig mark í ensku úrvalsdeildinni í sjö leikjum af síðustu 10.

„Í fyrri hálfleik skoruðu þeir í einu sókninni sinni, í síðari hálfleik skoruðu þeir í fyrstu sókninni sinni, svo var eitt mark dæmt af og svo síðasta markið. Þeir eru hættulegir en við vissum það fyrir leikinn. Vandamálið okkar var að skora á móti vörn sem lá mjög djúpt“, sagði Guardiola.

Þjálfarinn var einnig spurður út í Harry Kane.

„Við þurftum að verjast honum en þurftum að verjast Son og Kulusevski líka. Þeir eru sterkir líkamlega og geta haldið boltanum hátt á vellinum“, sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×