Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hófst í gær og lauk klukkan 16:00 í dag. Alls greiddu 311 atkvæði flokksvalinu sem er bindandi fyrir fjögur efstu sætin á lista.
Bergljót Kristinsdóttir, sem skipaði annað sæti á lista Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, hlaut fyrsta sætið en hún fékk 160 atkvæði í fyrsta sæti.
Hákon Gunnarsson fékk 167 atkvæði í fyrsta til annað sæti, Erlendur Geirdal fékk 187 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti og Donata H. Bukowska fékk 194 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti