Innlent

Berg­ljót leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Kópa­vogi

Árni Sæberg skrifar
Frá vinstri: Donata H. Bukowska, Hákon Gunnarsson, Bergljót Kristinsdóttir og Erlendur Geirdal.
Frá vinstri: Donata H. Bukowska, Hákon Gunnarsson, Bergljót Kristinsdóttir og Erlendur Geirdal. Aðsend

Bergljót Kristinsdóttir leiðir lista Samfylkingar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hófst í gær og lauk klukkan 16:00 í dag. Alls greiddu 311 atkvæði flokksvalinu sem er bindandi fyrir fjögur efstu sætin á lista.

Bergljót Kristinsdóttir, sem skipaði annað sæti á lista Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, hlaut fyrsta sætið en hún fékk 160 atkvæði í fyrsta sæti.

Hákon Gunnarsson fékk 167 atkvæði í fyrsta til annað sæti, Erlendur Geirdal fékk 187 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti og Donata H. Bukowska fékk 194 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×