Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2022 14:01 Axel Sæland, garðyrkju og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, ásamt konu sinni, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur en þau eiga stöðina saman. Heiða á von á risa blómvendi frá sínum manni á konudaginn. Ívar Sæland Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins. Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland
Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira