Bestu vinir á Akranesi og leika nú saman hjá dönsku stórliði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 22:31 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa verið bestu vinir frá því þeir voru litlir. Instagram/isak.bergmann.johannesson Ísak Bergmann Jóhannsson og Hákon Arnar Haraldsson leika báðir með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en þeir hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru litlir. Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum. Danski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira