Vilja að fyrirtæki sem greiddu sér út arð endurgreiði ríkinu styrki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. febrúar 2022 11:56 Ragnar Þór situr í miðstjórn Alþýðusambandsins. vísir/vilhelm Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór. Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór.
Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26