Erlent

Lög­reglan hótar tafar­lausum að­­gerðum gegn mót­­mælendum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa meðal annars lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás.
Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa meðal annars lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Getty/Anadolu

Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku.

Mót­mæli gegn sótt­varna­að­gerðum stjórn­valda í Kanada vegna kórónu­veirufar­aldursins hafa staðið yfir síðan í janúar. Vöru­bíl­stjórarnir hafa mót­mælt bólu­setningar­skyldu harð­lega, ekki síst þar sem yfir­leitt er stór hluti vöru­bíl­stjóra í Kanada að­flutt vinnu­afl, en nú geta er­lendir verka­menn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólu­setningar gegn kórónu­veirunni.

Mót­mælin hófust upp­runa­lega eftir að vöru­bíl­stjórar tóku að mót­mæla bólu­setningar­skyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem al­mennt mót­mæla hvers kyns tak­mörkunum sem nú eru í gildi.

Dóm­stóll þar í landi úr­skurðaði ný­verið að mót­mælum skyldi hætt en vöru­bíl­stjórar og aðrir mót­mælendur virðast lítið hafa tekið mark á niður­stöðu dóm­stólsins.

Nú hefur lög­reglan í Ottawa hótað að­­gerðum og segir mót­­mælendum að yfir­­­gefa svæðið, ella verði þeir hand­­teknir. Lög­­reglu­­menn hafa sett upp sér­­stakar eftir­­lits­­stöðvar og engum er heimilt að komast inn á það svæði, hvar mest er mót­­mælt, án lög­mætrar á­­stæðu. Gripið var til ráð­­stafananna til að sporna gegn auknum fjölda mót­­mælenda.

Lög­reglan hefur ekki gefið út nánari upp­lýsingar um hve­nær til standi að grípa til að­gerða gegn mót­mælendum en til­kynningin kemur að­eins fá­einum dögum eftir að Justin Tru­deau, for­sætis­ráð­herra Kanada, greip til sér­stakra neyðar­laga.

Neyðar­heimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mót­mælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dóms­úr­skurður. Þá geta yfir­völd gert bíla og önnur farar­tæki í eigu mót­mælenda upp­tæk.


Tengdar fréttir

Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar

Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×